Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bókakvöld Sölku - Peningar og Fjárfestingar
Það er komið að þriðja bókakvöldi Sölku! Það má með sanni segja að kvöldið verði fróðlegt en gestir okkar að þessu sinni eru Björn Berg Gunnarsson, höfundur bókarinnar Peningar, og Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir, höfundar bókarinnar Fjárfestingar. Fjórmenningarnir ræða efni bóka sinna í víðu samhengi fjármálaheimsins og umræður verða líflegar og skemmtilegar!
Bókakvöldið verður þriðjudaginn 31. maí kl. 20 í bókabúð Sölku, Hverfisgötu 89-93. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. Fræðandi umræður, bækurnar á góðum kjörum og bókabarinn opinn.
Bókakvöldið verður þriðjudaginn 31. maí kl. 20 í bókabúð Sölku, Hverfisgötu 89-93. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. Fræðandi umræður, bækurnar á góðum kjörum og bókabarinn opinn.
Um bækurnar:
Bókin Peningar varpar ljósi á áhugaverðar, spaugilegar og stundum hreint út sagt ótrúlegar hliðar fjármála á lifandi og aðgengilegan hátt. Litið er bak við tjöldin meðal annars í heimi kvikmynda, tölvuleikja, fótbolta, tónlistar og tísku og fjallað um bæði það sem vel hefur tekist og það sem farið hefur á versta veg. Nokkur dýrkeyptustu mistök fjármálasögunnar eru reifuð á síðum þessarar bókar en einnig eru sagðar sögur af snilligáfu fólks á sviði fjármála. Í bókinni má líka finna góð ráð um meðferð sparifjár og leitast er við að vekja áhuga lesenda á fjármálum. En fyrst og fremst er bókinni ætlað að sanna að peningar geta verið skemmtilegir!
Björn Berg Gunnarsson, hefur starfað við eflingu fjármálalæsis og fjármálafræðslu fyrir almenning í meira en áratug. Auður Ýr Elísabetardóttir teiknar myndir bókarinnar sem glæða síður hennar frekara lífi.
Björn Berg Gunnarsson, hefur starfað við eflingu fjármálalæsis og fjármálafræðslu fyrir almenning í meira en áratug. Auður Ýr Elísabetardóttir teiknar myndir bókarinnar sem glæða síður hennar frekara lífi.
Fjárfestingar fjallar um fjármál og fjárfestingar á áhugaverðan, aðgengilegan og hvetjandi hátt, án þess að svæfa þig úr leiðindum. Bókin er ætluð öllum sem hafa áhuga á því að fjárfesta, jafnt byrjendum sem lengra komnum.
Í bókinni er fjallað um allar helstu fjárfestingaleiðir og hún er uppfull af frábærum ráðum sem fólk getur nýtt sér við að ávaxta pening og taka góðar ákvarðanir í fjármálum.
Fortuna Invest er samstarfsverkefni Anítu Rutar Hilmarsdóttur, Kristínar Hildar Ragnarsdóttur og Rósu Kristinsdóttur. Þær hafa hlotið mikla athygli fyrir frumlega og skemmtilega nálgun á umfjöllun um fjármál og fjárfestingar og halda úti Instagram-reikningi sem nýtur mikilla vinsælda.
Í bókinni er fjallað um allar helstu fjárfestingaleiðir og hún er uppfull af frábærum ráðum sem fólk getur nýtt sér við að ávaxta pening og taka góðar ákvarðanir í fjármálum.
Fortuna Invest er samstarfsverkefni Anítu Rutar Hilmarsdóttur, Kristínar Hildar Ragnarsdóttur og Rósu Kristinsdóttur. Þær hafa hlotið mikla athygli fyrir frumlega og skemmtilega nálgun á umfjöllun um fjármál og fjárfestingar og halda úti Instagram-reikningi sem nýtur mikilla vinsælda.