Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bókin sem allir foreldrar ættu að lesa

Bókin sem þú vildir að foreldrar þínir hefðu lesið (og börnin þín fagna að þú gerir) er komin út hjá Sölku. Bókin hefur trónað á toppi metsölulista Sunday Times og Amazon svo mánuðum skiptir, verið þýdd á þrjátíu tungumál og er tilnefnd sem bók ársins 2020 í Bretlandi. Hún er nú loks fáanleg á íslensku í vandaðri þýðingu Hafsteins Thorarensen. Tímasetning íslensku útgáfunnar gæti ekki verið betri því ef eitthvað jákvætt má finna í heimsfaraldrinum sem geysar er það að við verjum meiri tíma með börnum okkar og fjölskyldu. Íslenskir foreldrar munu því sennilega taka þessari fallegu bók fagnandi. Í kynningartexta um bókina segir:

Allir foreldrar vilja að börnin þeirra séu hamingjusöm og öll viljum við að uppeldið heppnist sem best. En hvernig?

Í þessari grípandi, snjöllu og oft fyndnu bók fjallar sálfræðingurinn Philippa Perry um samskipti okkar við börn, hvað stendur í vegi fyrir góðum tengslum og hvað getur styrkt þau. 

Uppeldi snýst ekki um töfralausnir en í bókinni finnur þú fjölda góðra ráða sem gera þig að betra foreldri. Philippa horfir á heildarmyndina og veltir fyrir sér hvaða þættir leiða af sér góð sambönd á milli foreldra og barna. Bókin er upplífgandi, dæmir ekki og hjálpar þér meðal annars að:

  • Skilja hvernig þitt eigið uppeldi hefur áhrif á þig sem uppalanda
  • Sættast við að þú munir gera mistök og hvað þú getur gert í þeim
  • Brjóta á bak aftur neikvæð mynstur og vítahringi
  • Vinna með tilfinningar, þínar eigin og barnsins þíns
  • Skilja hvað mismunandi hegðun gefur til kynna

Þetta er bókin sem allir foreldrar ættu að vilja lesa og öll börn munu óska þess að foreldrar þeirra hefðu lesið. Bókina er hægt að kaupa hér.

 

„Stórkostlega hlý, fróðleg, vongóð og hvetjandi“

- Alain de Botton


„Allir foreldrar ættu að lesa þessa bók, burtséð frá því á hvaða aldri börnin þeirra eru. Raunar ættu allir fullorðnir einstaklingar sem eiga í sambandi við aðra manneskju að lesa hana. Á þessum 250 síðum finnið þið vegvísi sem leiðir að heilbrigðum samböndum. Skyldulesning.“ 

- Express

23. júní 2020 eftir Anna Lea Friðriksdóttir