Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bóksalar segja Grísafjörð og Íslandsdætur bestu barnabækurnar!
Árlega velja bóksalar landsins bestu bækurnar í hverjum flokki fyrir sig. Það er með miklu stolti og gífurlegri ánægju sem við tilkynnum að í flokki bestu íslensku barnabókanna lenti Grísafjörður eftir Lóu H. Hjálmtýsdóttur í fyrsta sæti og Íslandsdætur eftir Nínu Björk Jónsdóttur og Auði Ýri Elísabetardóttur í öðru sæti!
Innilegar hamingjuóskir kæru höfundar! Það er mikill heiður að hljóta þessi verðlaun sem valin eru af fólkinu sem brennur fyrir bækur og umgengst þær alla sína daga.