Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bóksalar segja Grísafjörð og Íslandsdætur bestu barnabækurnar!

Árlega velja bóksalar landsins bestu bækurnar í hverjum flokki fyrir sig. Það er með miklu stolti og gífurlegri ánægju sem við tilkynnum að í flokki bestu íslensku barnabókanna lenti Grísafjörður eftir Lóu H. Hjálmtýsdóttur í fyrsta sæti og Íslandsdætur eftir Nínu Björk Jónsdóttur og Auði Ýri Elísabetardóttur í öðru sæti!

Innilegar hamingjuóskir kæru höfundar! Það er mikill heiður að hljóta þessi verðlaun sem valin eru af fólkinu sem brennur fyrir bækur og umgengst þær alla sína daga. 

 

20. desember 2020 eftir Anna Lea Friðriksdóttir