Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Lóa tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Lóa H. Hjálmtýsdóttir er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bók sína, Grísafjörð! Í umsögn dómnefndar segir um verkið:

„Hlý og afar skemmtileg saga, raunsæ en þó með heillandi ævintýrablæ. Saga um hversdagsleikann með öllum sínum áskorunum og fólkið sem skiptir okkur mestu máli, en líka vináttu úr óvæntri átt, hjálpsemi og það að engum er alls varnað. Vandaðar myndir höfundar bæta heilmiklu við söguna ásamt fallegum frágangi og sniðugum fylgihlutum.“

Til hamingju Lóa!

 

7. desember 2020 eftir Anna Lea Friðriksdóttir