Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Fögnum útgáfu Sjáanda!
Verið hjartanlega velkomin að fagna útgáfu bókarinnar Sjáandi eftir Ester Hilmarsdóttur með okkur í bókabúð Sölku föstudaginn 17. október kl. 17! Boðið verður upp á léttar veitingar og bókin verður að sjálfsögðu á útgáfutilboði. Við hlökkum til að sjá ykkur!
Um Sjáanda:
Þegar dularfull spákona úr austri birtist í friðsælum dal í íslenskri sveit fara ævintýralegir hlutir að gerast og allt sem áður var fer úr skorðum. Saman við komu spákonunnar fléttast barátta kotbænda við auðvaldið úr nærliggjandi kaupstað, hrifnæmni fjósastráks, forboðnar ástir heimasætu og förukona sem enginn veit hvort er að koma eða fara.
Þegar dularfull spákona úr austri birtist í friðsælum dal í íslenskri sveit fara ævintýralegir hlutir að gerast og allt sem áður var fer úr skorðum. Saman við komu spákonunnar fléttast barátta kotbænda við auðvaldið úr nærliggjandi kaupstað, hrifnæmni fjósastráks, forboðnar ástir heimasætu og förukona sem enginn veit hvort er að koma eða fara.
Ester Hilmarsdóttir er bóndadóttir úr Aðaldal. Hún hlaut tilnefningu til Fjöruverðlaunanna fyrir ljóðabók sína Fegurðin í flæðinu en Sjáandi er fyrsta skáldsaga hennar. Hún segir frá uppvexti, ást sem er alheimsfasti, vaxtarverkjum nýrra tíma, samstöðu og baráttu fyrir afkomu og verndun náttúrunnar. Harmur og húmor liðast um söguna líkt og áin sem rennur um dalinn – stundum gjöful en stundum brigðul, þar sem auðvelt er að festast í slýinu og missa fótanna.