Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Bókabarsvar með Kamillu Einarsdóttur og Ragnari Jónassyni
Það er komið að bókabarsvari í bókabúð Sölku miðvikudaginn 15. október kl. 20! Höfundar spurninga og spyrlar eru Kamilla Einarsdóttir og Ragnar Jónasson og allar spurningarnar tengjast bókum á einhvern hátt en eins og við vitum býr allur heimurinn í bókum og spurningar gætu farið um víðan völl. Við ábyrgjumst góða skemmtun og hörkutilboð á barnum!
Tveir og tveir saman í liði, bjórspurningin á sínum stað og vinningar fyrir sigurliðið. Öll velkomin!