Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Leshringur bókabúðar Sölku

Hefur þig dreymt um að vera í skemmtilegum bókaklúbbi? Þá erum við með góðar fréttir! Fyrsti leshringur bókabúðar Sölku við Hverfisgötu verður haldinn þriðjudaginn 28. mars kl. 20.

Fjallað og rætt verður um tvær bækur margfalda metsöluhöfundarins Colleen Hoover, Þessu lýkur hér og Verity, sem báðar eru komnar út í íslenskri þýðingu. Þýðendur og útgefendur bókanna, Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir, verða á staðnum og stýra leshringnum.

Bækurnar eru báðar á frábæru tilboði í bókabúð Sölku og í vefverslun og við hvetjum ykkur til að næla ykkur í þessar bækur sem farið hafa sem stormsveipur um bókaheiminn á góðu verði! Bókabarinn verður að sjálfsögðu opinn og við búumst við líflegum og skemmtilegum umræðum! Hér má kaupa bækurnar á tilboði:

https://www.salka.is/products/thessu-lykur-her

https://www.salka.is/products/verity-islensk

23. mars 2023 eftir Dögg Hjaltalín