Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Ljóðaflóð í bókabúð Sölku
ATH! Nýr tími, þriðjudagur 11. nóvember kl. 18!

Það haustar og flóðið hefst. Þriðjudaginn 11. nóvember kl. 18 fer fram ljóðakvöld í bókabúð Sölku. Þessi ljóðskáld stíga fram:

Anna Rós
Draumey Aradóttir
Maó Alheimsdóttir
Ragnar H. Blöndal
Sigurlín Bjarney Gísladóttir
Ægir Þór

Sex skáld með ólíkan bakgrunn sem eiga það sameiginlegt að vera öll að gefa út nýja bók. Verður því gleðistund á bókabarnum og gott ef ekki glænýjar bækur á tilboði. Vonumst til að sjá ykkur sem flest.
23. október 2025 eftir Anna Lea Friðriksdóttir