Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Skráning í fjallvegahlaup um Svínaskarð hafin!
Laugardaginn 20. maí 2017 verður efnt til sérstaks fjallvegahlaupabókarhlaups yfir Svínaskarð milli Hrafnhóla við Leirvogsá og Vindáshlíðar í Kjós. Í lok hlaupsins verður efnt til samkomu í ótilgreindu húsaskjóli í grennd við endamarkið, þar sem bókin Fjallvegahlaup verður kynnt og seld og árituð – og boðið upp á léttar veitingar.
Öllum, byrjendum jafnt sem lengra komnum, er velkomið að taka þátt, þáttakan er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig. Skráningu og allar nánari upplýsingar má finna HÉR