Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Krakkajóga - ný bók með einföldum jógastöðum fyrir hressa krakka

Krakkajóga - ný bók með einföldum jógastöðum fyrir hressa krakka

Krakkajóga kennir börnum á öllum aldri tuttugu mismunandi jógastöður skref fyrir skref og gerir þann forna lærdóm sem finna má í jógafræðunum skemmtilegan og auðveldan.
14. október 2019 eftir Dögg Hjaltalín
Ljóðasafn Tómasar Guðmundssonar bók vikunnar

Ljóðasafn Tómasar Guðmundssonar bók vikunnar

Bók vikunnar er Ljóðasafn Tómasar Guðmundsson en bókin inniheldur gullfalleg ljóð Tómasar ásamt nýjum formála um skrif og ævi Tómasar eftir Sölva Björn Sigurðsson. 

Ljóðasafnið er á tilboði á 4.990 kr. þessa vikuna og er send frítt á pósthús. 

Skoðið Ljóðasafn Tómasar nánar

Salka skorar á íslenska tónlistarmenn að nota íslensk ljóð í texta

Salka skorar á íslenska tónlistarmenn að nota íslensk ljóð í texta

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu skorar Salka bókaútgáfa á alla tónlistarmenn að nota íslensk ljóð í texta við lög sín. Til að fylgja áskoruninni eftir ætlar Salka að gefa tónlistarmönnum 50 eintök af Ljóðasafni Tómasar Guðmundssonar. Allir tónlistarmenn geta nálgast ókeypis eintök á bási Sölku á Bókamessu í Hörpu um næstu helgi og í framhaldinu verða þau eintök sem eftir eru send til valdra tónlistarmanna.

Með þessu framtaki vonast Salka til að brúa bil á milli kynslóða, gefa ljóðinu byr undir báða vængi og tengja unga tónlistarmenn betur við þjóðskáldin.

Salka vill leggja áherslu á íslenskt mál, heiðra tónlistarmenn sem eru að ná framúrskarandi árangri um þessar mundir og sýna um leið íslenskunni þann heiður sem hún á skilið.  

Jakob Frímann Magnússon, formaður STEF:

“Við tónlistarmenn fögnum þessu framtaki af heilum hug og teljum mikilvægt að tengja enn frekar saman okkar mikilfenglega íslenska menningararf og sívaxandi sköpunargleði íslenskra tónlistarmanna. Það eru forréttindi að fá texta íslenskra stórskálda á borð við Tómas til að veita okkur innblástur um ókomna tíð enda leita tónlistarmenn víða fanga við textagerð nú um stundir.”

Um Ljóðasafn Tómasar Guðmundssonar:

Nýlega kom út Ljóðasafn Tómasar Guðmundssonar hjá Sölku en það hafði verið ófáanlegt um árabil. Tómas er eitt ástsælasta ljóðskáld Íslendinga en hann gaf út fyrstu ljóðabók sína, Við sundin blá, 24 ára gamall en útgefnar ljóðabækur hans áttu eftir að verða fimm talsins og birtast þær hér í einni bók. Þekktasta ljóðabók Tómasar er án efa Fagra veröld sem sló eftirminnilega í gegn og gerði Tómas að þjóðskáldi í einni svipan.

Ljóðheimur Tómasar er heimur fegurðar, samræmis og rómantíkur en ljóð hans eru einnig jarðbundin, ákveðin, kímin, háðsk og ort með gífurlegri nákvæmni. Tómas er iðulega nefndur Reykjavíkurskáldið enda var höfuðborgin yrkisefni hans í mörgum ljóðanna.

Ljóðabækur Tómasar hafa lengi verið ófáanlegar en koma nú fyrir sjónir lesenda í nýjum búningi með formála eftir Sölva Björn Sigurðsson.

17. nóvember 2017 eftir Dögg Hjaltalín
Ljóðasafn Tómasar Guðmundssonar loks fáanlegt á ný

Ljóðasafn Tómasar Guðmundssonar loks fáanlegt á ný

Ljóðasafn Tómasar Guðmundssonar er nú loks fáanlegt á nýjan leik eftir að hafa verið ófáanlegt í um tuttugu ár.

Tómas Guðmundsson er eitt ástsælasta ljóðskáld Íslendinga. Hann gaf út fyrstu ljóðabók sína, Við sundin blá, 24 ára gamall en útgefnar ljóðabækur hans áttu eftir að verða fimm talsins og birtast þær nú saman á ný í einni bók. Þekktasta ljóðabók Tómasar er án efa Fagra veröld sem sló eftirminnilega í gegn og gerði Tómas að þjóðskáldi í einni svipan.

Ljóðheimur Tómasar er heimur fegurðar, samræmis og rómantíkur en ljóð hans eru einnig jarðbundin, ákveðin, kímin, háðsk og ort með gífurlegri nákvæmni. Tómas er iðulega nefndur Reykjavíkurskáldið enda var höfuðborgin yrkisefni hans í mörgum ljóðanna.

Ljóðabækur Tómasar koma nú fyrir sjónir lesenda í nýjum búningi með formála eftir Sölva Björn Sigurðsson en útlit bókarinnar og hönnun var í höndum Ragnars Helga Ólafssonar, sem er handhafi hinna árlegu bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar sem veitt eru fyrir handrit að ljóðabók.

Unnið að útgáfu ljóða Tómasar Guðmundssonar

Unnið að útgáfu ljóða Tómasar Guðmundssonar

Salka vinnur nú að endurútgáfu ljóða Tómasar Guðmundssonar en þau voru síðast gefin út fyrir tveimur áratugum. Áætlað er að ljóðasafnið komi út á vormánuðum. „Það er okkur sérstakt ánægjuefni að geta tilkynnt um útgáfuna á ljóðasafni Tómasar Guðmundssonar á afmælisdegi skáldsins, 6. janúar. Tómas er eitt af höfuðskáldunum og við erum afar ánægðar að geta gert hann aðgengilegan á nýjan leik.“ segir Dögg Hjaltalín, útgefandi hjá Sölku. Tómas Guðmundsson er meðal ástsælustu skálda Íslands og eitt af stórskáldum 20. aldarinnar. Tómas er iðulega nefndur Reykjavíkurskáldið en hann orti mörg kvæði tileinkuð borginni og árið 1994 hóf Reykjavíkurborg að veita bókmenntaverðlaun í hans nafni. Eftir Tómas liggja fimm ljóðabækur í fullri lengd; Við sundin blá, Fagra veröld, Stjörnur vorsins, Fljótið helga og Heim til þín Ísland.
6. janúar 2017 eftir Dögg Hjaltalín