Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bókabingó Lestrarklefans
Lestrarklefinn býður bókaunnendum í BÓKABINGÓ í bókabúð Sölku fimmtudaginn 13. nóvember, húsið opnar 19:30 en bingó hefst stundvíslega kl 20!
Það verða engar tölur sjáanlegar á bingóspjöldunum, bara bækur auðvitað og veglegir (bókmennta) vinningar í boði!
Bingóspjaldið er frítt fyrir alla bókaunnendur!
Rebekka Sif og Sæunn Gísladóttir stýra kvöldinu fyrir hönd Lestrarklefans og vonast til að sjá sem flesta! Barinn verður opinn og mikilli stemningu lofað
10. nóvember 2025 eftir Anna Lea Friðriksdóttir