Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Bókabingó Lestrarklefans
Lestrarklefinn býður bókaunnendum í BÓKABINGÓ í bókabúð Sölku fimmtudaginn 13. nóvember, húsið opnar 19:30 en bingó hefst stundvíslega kl 20!
Það verða engar tölur sjáanlegar á bingóspjöldunum, bara bækur auðvitað og veglegir (bókmennta) vinningar í boði!
Bingóspjaldið er frítt fyrir alla bókaunnendur!
Rebekka Sif og Sæunn Gísladóttir stýra kvöldinu fyrir hönd Lestrarklefans og vonast til að sjá sem flesta! Barinn verður opinn og mikilli stemningu lofað