Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Fjallvegahlaupið útgáfuhóf
Við blásum til útgáfuhófs laugardaginn 18. mars í Gym&Tonic sal Kex Hostel. Tilefnið er útgáfa Fjallvegahlaups eftir Stefán Gíslason sem svo skemmtilega vill til að á sextugsafmæli þennan sama dag. Fjallvegahlaupaverkefnið fékk Stefán í fimmtugsafmælisgjöf frá sjálfum sér fyrir tíu árum síðan. Það fól í sér að hlaupa fimmtíu fjallvegi áður en sextugsaldrinum lyki - stundum einn en oftast í góðra vina hópi. Eins og Stefáni er von og vísa stóðust allar tímaáætlanir og nú kemur bók með lifandi leiðarlýsingum 50 fjallvega fyrir sjónir lesenda. Boðið verður upp á léttar veitingar og allir eru hjartanlega velkomnir að fagna með okkur!
17. mars 2017 eftir Dögg Hjaltalín