Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Kökubókin sem enginn má láta framhjá sér fara
Kökugleði Evu hefur að geyma uppskriftir að rúmlega 80 ljúffengum kökum af öllum stærðum og gerðum. Í þessari girnilegu bók má finna kökur fyrir öll tilefni, allt frá smábitakökum að brúðartertum. Öruggt er að veisluborðin munu hreinlega svigna hjá eigendum bókarinnar! Eva Laufey er annálaður sælkeri og mikil kökukerling, eins og hún orðar það sjálf. Uppskriftirnar í bókinni eru fjölbreyttar, afar aðgengilegar og það er á allra færi að töfra fram dýrðlegu kræsingarnar í henni. Bókina prýða glæsilegar ljósmyndir eftir Karl Petersson.