Rúnar góði og Lukka og hugmyndavélin meðal mest seldu barnabókanna
Rúnar góði er í 5. sæti á metsölulista barnabóka hjá Eymundsson og Lukka og hugmyndavélin er í 6. sæti á sama lista. Bækurnar voru að koma út hjá Sölku og stökkva strax upp á meðal mest seldu barnabóka landsins.
Rúnar góði er skrifuð með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Hún kynnir réttindi barna fyrir ungum lesendum, réttindi sem öll börn í heiminum eiga að njóta. Bókin er þannig mikilvægt veganesti út í lífið.
Hér má lesa meira um Rúnar góða
Lukka og hugmyndavélin er önnur bók Evu Rúnar Þorgeirsdóttur. Uppfinningastelpan Lukka ætlar að nýta tímann í sumarfríinu til að koma hugmyndavélinni sinni í gang. Fyrirætlanir hennar fara þó út um þúfur þegar hún og bróðir hennar flækjast í dularfullt mál sem hefur komið upp í bænum Smáadal.