Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Salka fer á bókahátíð!
Nú er (bóka)hátíð í bæ!
Frábær dagskrá, spennandi bækur, skemmtilegir höfundar, kaffi og konfekt. Hvað þarf meira til? Verið velkomin á bókahátíð í Hörpu 15. og 16. nóvember!

Laugardagur 15.11
11 Bókahátíð sett! Lúðrasveit, ávarp og básar útgefenda opna
12-13 Upplestur: Valur Gunnarsson les úr nýútkominni bók sinni Grænland og fólkið sem hvarf
13-14 Valur áritar bók sína um Grænland á bás Sölku og ræðir við gesti og gangandi
12-13 Upplestur: Diljá Hvannberg Gagu les úr barnabókinni Árstíðarverur
13-14 Föndursmiðja - Diljá Hvannberg og Linn Janssen stýra föndursmiðju við bás Sölku þar sem börnum gefst tækifæri á að búa til sínar árstíðarverur!
13-14 Upplestur: Ester Hilmarsdóttir les úr skáldsögu sinni Sjáandi
14-15 Ester Hilmarsdóttir áritar Sjáanda sína á bás Sölku og ræðir við gesti og gangandi
14-15 Ævar Þór Benediktsson verður á bás Sölku og kynnir fallega bók þeirra Lóu Hlínar fyrir yngstu börnin sem heitir Einn góðan veðurdag.
14-15 Upplestur: Marín Magnúsdóttir les úr barnabók sinni Hera og Gullbrá
14-15 Upplestur: Sváfnir Sigurðarson les úr bráðfyndinni barnabók sinni sem nefnist Brandarabíllinn
15-16 Marín áritar bók sína á bás Sölku og ræðir við gesti og gangandi
15-16 Sváfnir Sigurðarson áritar Brandarabílinn á bás Sölku og ræðir við gesti og gangandi


Sunnudagur 16.11
11 Bókahátíð opnar dyrnar fyrir gestum
12-13 Upplestur: Anna Bergljót Thoraransen les úr barnabókinni um Skjóðu, systur jólasveinanna og aldrei að vita nema að Skjóða sjálf kíki í heimsókn
12.30 Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir verður í viðtali hjá Silju Björk Huldudóttur um barnabókina Rækjuvík
13-14 Upplestur: Sólveig Pálsdóttir les úr nýútkominni spennusögu sinni, Ísbirnir
14-15 Sólveig Pálsdóttir áritar Ísbirni á bás Sölku og ræðir við gesti og gangandi
14-15 Upplestur: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir les úr skemmtilegu barnabókinni sinni sem heitir Rækjuvík
14-15 Upplestur: Lilja Ósk Snorradóttir les úr bók sinni, Heimsins besti dagur í helvíti
15-16 Lilja Ósk áritar bók sína á bás Sölku og ræðir við gesti og gangandi
14-15 Útgáfupartí! Við fögnum útgáfu Skjóðu í bókabúð Sölku á Hverfisgötu. Skjóða mætir, syngur og skemmtir ungum og öldnum og býður upp á jólalegar veitingar!
16-17 Upplestur: Anna Rún Frímannsdóttir les úr spennusögu sinni Eftirför
13. nóvember 2025 eftir Anna Lea Friðriksdóttir