Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Súrdeigsæði á Íslandi!
Það má með sanni segja að súrdeigsæði hafi heltekið landann á síðustu misserum, enda skal engan undra. Súrdeigið er algjört lostæti!
Nú er komin út bókin Bakað úr súrdeigi sem er grundvallarrit um heim súrdeigsbaksturs. Bókin er kjörin fyrir þá sem vilja kynnast súrdeigsgerð og töfra fram ljúffengar kræsingar í eldhúsinu heima. Uppskriftir bókarinnar eru aðgengilegar og fjölbreyttar – rúgbrauð, pítsabotna, vöfflur, kanilsnúða og margt fleira má finna í bókinni. Og að sjálfsögðu allt úr súrdeigi!