Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Teiknaði eina mynd á dag í heilt ár

Árið 2015 ákvað hönnuðurinn Elsa Nielsen að teikna eina mynd á dag í heilt ár. Afraksturinn sló í gegn og hefur ratað á vinsæl dagatöl, plaköt og gjafakort. Nýjasta afurðin í línunni er sængurverasett þar sem finna má allar 365 myndirnar.  


Myndir Elsu eru fjölbreyttar, litríkar og lífga upp á heimilið. Á myndunum má sjá allt frá Svarthöfða til pulsu með öllu.


Sængurverin eru framleidd í takmörkuðu magni og fást í vefverslun Sölku og hjá Hlín Reykdal. Sængurverin eru úr 100% bómull og eru fallegar gjafir hvort sem er til fermingarbarna, útskriftarnema eða brúðhjóna.  


Elsa Nielsen er grafískur hönnuður og hefur haldið fjölda sýninga á verkum sínum. Hún teiknar myndirnar í barnabækurnar um Kormák en seinna í mánuðinum er von á þriðju bókinni um þennan káta strák. Bækurnar um Kormák má finna hér. Áður hefur Elsa myndskreytt meðal annars Brosbókina, Knúsbókina og fleiri bækur um Sólu. 

10. apríl 2019 eftir Anna Lea Friðriksdóttir