Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Rúnar góði er kominn í búðir

Þvílíkur dagur! Hann byrjar alveg eins og allir aðrir dagar en fljótt kemur í ljós að hann er einstakur og Rúnar mun seint gleyma honum. Leikir, leyndarmál og læknar koma við sögu og glæný manneskja kemur í heiminn!

Skemmtilega barnabókin Rúnar góði er skrifuð með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Hún kynnir réttindi barna fyrir ungum lesendum, réttindi sem öll börn í heiminum eiga að njóta. Bókin er þannig mikilvægt veganesti út í lífið.

Rúnar góði er eftir Hönnu Borg Jónsdóttur og Heiðdísi Helgadóttir teiknar myndirnar í bókinni en þetta er fyrsta bók þeirra beggja. Börn eiga að þekkja réttindi sín og fullorðnum ber einnig að þekkja þau. Rúnar góði kynnir Barnasáttmálann fyrir börnum í gegnum yndislestur. Bókinni er ætlað að vera hvatning fyrir foreldra og aðra forráðamenn til að lesa með börnunum sínum og velta fyrir sér mismunandi aðstæðum og ólíku lífi barna.

Hverjum kafla fylgja ýmsar hugleiðingar sem tengjast sögunni og sáttmálanum. Bókin gefur tækifæri á fjölbreyttum vangaveltum og hægt er að kafa dýpra í málefnin, allt eftir þroska barna.

Rúnar góða má kaupa hér.

17. október 2016 eftir Anna Lea Friðriksdóttir