Fögnum útgáfu Margrétar Láru - Ástríða fyrir leiknum
Verið hjartanlega velkomin að fagna útgáfu bókarinnar Margrét Lára - Ástríða fyrir leiknum eftir Bjarna Helgason og Margréti Láru Viðarsdóttur í bókabúð Sölku fimmtudaginn 19. júní kl. 17. Boðið verður upp á léttar veitingar, bókin á útgáfutilboði og höfundar árita. Við hlökkum til að sjá ykkur!