Bókakvöld - Sigríður Hagalín og Ester Hilmars
Verið hjartanlega velkomin á bókakvöld í bókabúð Sölku miðvikudaginn 26. nóvember kl. 20! Þar leiða saman hesta sína tvær skáldkonur sem báðar eru með sögulegar skáldsögur í jólabókaflóðinu, þær Sigríður Hagalín - Vegur allrar veraldar og Ester Hilmarsdóttir - Sjáandi. Kvöldinu stýrir fjölmiðlamaðurinn góðkunni Freyr Eyjólfsson, bækurnar verða á kostakjörum og höfundar árita. Bókabarinn að sjálfsögðu opinn að venju. Við hlökkum til að sjá ykkur og eiga með ykkur góða kvöldstund!









