Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Opnunartími um jólin

Opnunartími um jólin

Kæru viðskiptavinir! Við lengjum opnunartímann hjá okkur í aðdraganda jólanna. Það ættu allir að geta kíkt í notalega jólabókastemningu á Hverfisgötu. Við tökum vel á móti ykkur, pökkum inn bókum og að sjálfsögðu er bókabarinn opinn!
12. desember 2024 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Sögustund með Árna Bald

Sögustund með Árna Bald

Jólin koma snemma í ár! Verið hjartanlega velkomin á skemmtilegustu sögustund ársins í bókabúð Sölku þriðjudaginn 17. desember kl. 20. Árni Baldursson mætir með rauðvínsglas í hendi og segir sínar víðfrægu veiðisögur í tilefni af útgáfu bókarinnar Í veiði með Árna Bald. Barinn verður opinn og vínkynning á staðnum. Bókin að sjálfsögðu á tilboði og Árni áritar! 
12. desember 2024 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Jólafögnuður í Sölku

Jólafögnuður í Sölku

Hó hó hó! Verið hjartanlega velkomin á jólafögnuð í bókabúð Sölku við Hverfisgötu laugardaginn 7. desember kl. 14. Við ætlum að fagna því að loks er bókin Jólasveinarnir eftir Iðunni Steinsdóttur fáanleg á nýjan leik en hún er fyrir löngu orðin sígild og ómissandi í jólahaldi margra. Heyrst hefur að einn jólasveinanna ætli að mæta fyrr til byggða af þessu tilefni og skemmta yngstu kynslóðinni. Boðið verður upp á jólakræsingar og dúndurtilboð verða á góðum bókum.
Við hlökkum til að eiga með ykkur notalega stund!
3. desember 2024 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Bókabarsvar með Kamillu og Ragnari

Bókabarsvar með Kamillu og Ragnari

Verið hjartanlega velkomin á bókapöbbkviss í bókabúð Sölku miðvikudaginn 4. desember kl. 18! Höfundar spurninga og spyrlar eru rithöfundarnir Kamilla Einarsdóttir og Ragnar Jónasson og er óhætt að segja að eftirvæntingin er mikil! Tveir og tveir saman í liði, svakaleg tilboð á bókabarnum og bjórspurningin á sínum stað.
Hlökkum til að sjá ykkur!
3. desember 2024 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Útgáfuhóf - Hvíti ásinn

Útgáfuhóf - Hvíti ásinn

Verið hjartanlega velkomin að fagna útgáfu bókarinnar Hvíti ásinn eftir Jóhönnu Sveinsdóttur í bókabúð Sölku laugardaginn 30. nóvember kl. 14. Léttar veitingar, bókin góða á útgáfutilboði, höfundur áritar og gleði í lofti!
27. nóvember 2024 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Útgáfuhóf - Í veiði með Árna Bald

Útgáfuhóf - Í veiði með Árna Bald

Verið hjartanlega velkomin að fagna útgáfu bókarinnar Í veiði með Árna Bald í bókabúð Sölku fimmtudaginn 28. nóvember kl . 17. Léttar veitingar í boði, veiðispjall, áritaðar bækur, glaumur og gleði.
27. nóvember 2024 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Útgáfuhóf - Fræ

Útgáfuhóf - Fræ

Verið hjartanlega velkomin að fagna útgáfu matreiðslubókarinnar Fræ eftir Örnu Engilbertsdóttur í bókabúð Sölku miðvikudaginn 27. nóvember kl. 17. Léttar veitingar, bókin fallega á útgáfutilboði, höfundur áritar og gleði í lofti!
27. nóvember 2024 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Bókabarsvar - Berlín, Bowie&Iggy, köld stríð og heit

Bókabarsvar - Berlín, Bowie&Iggy, köld stríð og heit

Verið velkomin á pöbbkviss í bókabúð Sölku miðvikudaginn 20. nóvember kl. 20! Spyrill og höfundur spurninga er Valur Gunnarsson og er þemað í takt við nýútgefna bók hans, Berlínarbjarmar - Langamma, David Bowie og ég. Spurt um allt frá heimsstyrjöldum til rokks og róls. Bókabarinn að sjálfsögðu opinn og allir drykkir á þúsund!
Tveir og tveir saman í liði, verðlaun fyrir sigurvegara og bjórspurningin á sínum stað. Sjáumst!
15. nóvember 2024 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Salka á bókahátíð í Hörpu

Salka á bókahátíð í Hörpu

Verið hjartanlega velkomin á bókahátíð í Hörpu 16. og 17. nóvember frá 11-17! Salka verður á sjálfsögðu á staðnum og það verður húllumhæ og gaman að venju. Höfundar lesa upp og verða á básnum og boðið er upp á frían tarot-lestur allan daginn!
12. nóvember 2024 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Bókakvöld með Halldóri Armand

Bókakvöld með Halldóri Armand

Verið hjartanlega velkomin á bókakvöld í bókabúð Sölku við Hverfisgötu miðvikudagskvöldið 13. nóvmeber kl. 20. Fjölmiðlamaðurinn góðkunni Freyr Eyjólfsson stýrir spjalli við Halldór Armand sem á dögunum gaf út bókina Mikilvægt rusl. Bókabarinn verður að sjálfsögðu opinn og öll velkomin! Húsið opnar kl. 19.45
10. nóvember 2024 eftir Anna Lea Friðriksdóttir