Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Ingileif og María Rut gefa út nýja barnabók

Ingileif og María Rut gefa út nýja barnabók

Bókin Úlfur og Ylfa - Ævintýradagurinn eftir Ingileif Friðriksdóttur og Maríu Rut Kristinsdóttur er komin út hjá Sölku. Auður Ýr Elísabetardóttir teiknar fallegu myndirnar sem prýða bókina. Ingileif og María eru hjón og eiga þrjú börn en á dögunum eignuðust þær dóttur, einungis nokkrum dögum áður en bókin kom út. Þær halda úti fræðsluvettvanginum Hinseginleikinn og hafa verið framarlega í jafnréttisbaráttu hinsegin fólks á Íslandi. Bókin er sú fyrsta um Úlf og Ylfu sem lesendur eiga eftir að kynnast nánar í framtíðinni. Úlfur, önnur söguhetja bókarinnar, á tvær mömmur en mikilvægt er fyrir börn að geta speglað sig í sögunum sem lesnar eru fyrir þau og munu aðrar bækur um Úlf og Ylfu einnig fagna fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð í skemmtilegum sögum fyrir hressa krakka.
Bókakvöld - Líkaminn geymir allt

Bókakvöld - Líkaminn geymir allt

Verið hjartanlega velkomin á bókakvöld Sölku miðvikudaginn 10. maí kl. 20. Til umfjöllunar og kynningar þessu sinni er hin merkilega bók Líkaminn geymir allt eftir geðlækninn Bessel Van Der Kolk sem farið hefur sem stormsveipur um metsölulista heimsins og Ísland er þar engin undantekning á. Þýðendur bókarinnar, Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir og Arnþór Jónsson, koma til okkar og leiða okkur í allan sannleika um efni bókarinnar og tími mun svo gefast til umræðna. Bókabarinn verður að sjálfsögðu opinn, bókin á góðu tilboði og umræðuefni kvöldsins sannarlega merkilegt. Allir eru hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir!
28. apríl 2023 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Lóa

Lóa H. Hjálmtýsdóttir hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir Héragerði!

Lóa H. Hjálmtýsdóttir hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir myndlýsingu í bókinni Héragerði. „Mikilvægt er að lesendur fái að upplifa að bók getur verið bæði fallegur og spennandi hlutur í sjálfu sér, jafnvel boðið upp á óvænta upplifun eins og litla bók í leynivasa! Það er skemmtilegt, og ákaflega mikilvægt, að nú skuli sífellt fjölga myndlýstum bókum fyrir lesendur sem komnir eru yfir hefðbundinn myndabókaaldur og gott að sjá myndræna útfærslu sem höfðar til þeirra notaða af svo mikilli leikni, og svo mikilli gleði,“ segir í umsögn dómnefndar.
21. apríl 2023 eftir Dögg Hjaltalín
Leshringur bókabúðar Sölku

Leshringur bókabúðar Sölku

Hefur þig dreymt um að vera í skemmtilegum bókaklúbbi? Þá erum við með góðar fréttir! Fyrsti leshringur bókabúðar Sölku við Hverfisgötu verður haldinn þriðjudaginn 28. mars kl. 20.

Fjallað og rætt verður um tvær bækur margfalda metsöluhöfundarins Colleen Hoover, Þessu lýkur hér og Verity, sem báðar eru komnar út í íslenskri þýðingu. Þýðendur og útgefendur bókanna, Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir, verða á staðnum og stýra leshringnum.

23. mars 2023 eftir Dögg Hjaltalín
Bókakvöld Sölku - Anna María og Jarðsetning

Bókakvöld Sölku - Anna María og Jarðsetning

Verið hjartanlega velkomin á bókakvöld Sölku miðvikudaginn 1. mars kl. 20. Gestur okkur að þessu sinni er Anna María Bogadóttir sem mun segja frá bók sinni Jarðsetning sem fengið hefur einróma lof gagnrýnenda og lesenda. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir og bókabarinn verður að sjálfsögðu opinn. Hlökkum til að sjá ykkur!
21. febrúar 2023 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Örfá sæti laus á tarot-námskeið 16. febrúar

Örfá sæti laus á tarot-námskeið 16. febrúar

Enn eru örfá sæti laus á tarot-kvöld Sölku fimmtudaginn 16. febrúar. Miðasala fer fram hér.  Nornin Íris Ann Sigurðardóttir kennir grunnatriði tarot-lesturs, hvernig leggja skal spilin og lesa úr þeim. 

Innifalið í verðinu er handbók um tarot, falleg tarot-spil, léttvínsglas (eða óáfengur drykkur) og að sjálfsögðu kennslan. Pláss er fyrir 18 manns á námskeiðinu.

31. janúar 2023 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Fyrsta bókakvöldið á nýju ári

Fyrsta bókakvöldið á nýju ári

Það er komið að fyrsta bókakvöldi Sölku á nýju ári! Bók fornleifafræðingsins Þorvaldar Friðrikssonar, Keltar, sló rækilega í gegn þegar hún kom út í vetur og seldist alls staðar upp. Nú er bókin væntanleg á nýjan leik og við blásum til bókakvölds þar sem Þorvaldur mun segja frá rannsóknum sínum og efni bókarinnar. Kynningin fer fram miðvikudagskvöldið 1. febrúar kl. 20 í bókabúð Sölku við Hverfisgötu og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Bókabarinn verður opinn og tækifæri mun gefast til umræðna.
19. janúar 2023 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Bókin um Jómfrúna tilnefnd til verðlauna

Bókin um Jómfrúna tilnefnd til verðlauna

Íslend­ing­ar hafa löng­um þekkt töfra Jóm­frú­ar­inn­ar í Lækj­ar­götu. Á 25 ára af­mæli Jóm­frú­ar­inn­ar gaf bóka­út­gáf­an Salka út mat­reiðslu­bók veit­inga­húss­ins en hún fang­ar and­rúms­loftið sem í Lækj­ar­göt­unni rík­ir og í henni má finna upp­skrift­ir að fjöl­mörg­um rétt­um sem prýtt hafa mat­seðil­inn í gegn­um tíðina, sögu veit­ingastaðar­ins og vitn­is­b­urð fastak­únna. Ný­verið bár­ust þær gleðifregn­ir að bók­in um Jóm­frúna er til­nefnd til alþjóðlegu mat­reiðslu­bóka­verðlaun­anna Gourmand.
19. desember 2022 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Bókabarsvar 20. desember í Sölku

Bókabarsvar 20. desember í Sölku

Verið hjartanlega velkomin á bókabarsvar Sölku þriðjudaginn 20. desember kl. 20. Viskubrunnurinn Freyr Eyjólfsson mun leiða barsvar þar sem bækur verða í aðalhlutverki. Rithöfundarnir Illugi Jökulsson, Vera Illugadóttir, Lilja Sigurðardóttir, Ragnar Jónasson, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Skúli Sigurðsson, Valur Gunnarsson og Kristín Svava Tómasdóttir taka þátt og er keppnin opin öllum sem vilja láta ljós sitt og gáfur skína.
18. desember 2022 eftir Dögg Hjaltalín
Bókakvöld - Kristín Eiríksdóttir og Pedro Gunnlaugur Garcia

Bókakvöld - Kristín Eiríksdóttir og Pedro Gunnlaugur Garcia

Verið hjartanlega velkomin á bókakvöld Sölku miðvikudaginn 14. desember kl. 20. Þá koma tveir frábærir höfundar til okkar, Kristín Eiríksdóttir og Pedro Gunnlaugur Garcia, en bækur þeirra beggja eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir, aðgangur er ókeypis, bækurnar á góðu tilboði og bókabarinn að sjálfsögðu opinn!
9. desember 2022 eftir Anna Lea Friðriksdóttir