Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bókakvöld - Kristín Eiríksdóttir og Pedro Gunnlaugur Garcia

Bókakvöld - Kristín Eiríksdóttir og Pedro Gunnlaugur Garcia

Verið hjartanlega velkomin á bókakvöld Sölku miðvikudaginn 14. desember kl. 20. Þá koma tveir frábærir höfundar til okkar, Kristín Eiríksdóttir og Pedro Gunnlaugur Garcia, en bækur þeirra beggja eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir, aðgangur er ókeypis, bækurnar á góðu tilboði og bókabarinn að sjálfsögðu opinn!
9. desember 2022 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Bókakvöld - Jón Kalman og Sigríður Hagalín

Bókakvöld - Jón Kalman og Sigríður Hagalín

Það má með sanni segja að það sé þungavigtarbókakvöld á miðvikudaginn, 7. desember. Þá koma Jón Kalman Stefánsson og Sigríður Hagalín Björnsdóttir til okkar, segja frá og lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Bókabarinn verður opinn og allir hjartanlega velkomnir.
7. desember 2022 eftir Dögg Hjaltalín
Við bjóðum ykkur velkomin í Sölku bókabúð á Hverfisgötu 89-93!

Við bjóðum ykkur velkomin í Sölku bókabúð á Hverfisgötu 89-93!

Salka bókabúð er sjálfstætt starfandi bókabúð á Hverfisgötu 89-93. Þar má nálgast mjög gott úrval innlendra og erlendra bóka við allra hæfi. Hlökkum til að sjá ykkur.
2. desember 2022 eftir Dögg Hjaltalín
Lóudagur í Sölku 3. desember

Lóudagur í Sölku 3. desember

Verið velkomin í bókabúð Sölku laugardaginn 3. desember kl.14-17 (sem og reyndar alla aðra daga líka) en þá verður Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir sérstakur gestaafgreiðari! Bækur, prent, dagatöl og bollar verða meðal þess sem til sölu verður. Heitt kakó, heitt á könnunni og notaleg aðventustemning.
2. desember 2022 eftir Dögg Hjaltalín
Lóa Hlín tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Lóa Hlín tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Þær gleðifregnir bárust í dag að Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2022 í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bókina Héragerði. Í umsögn dómnefndar segir: 

Kostuleg saga þar sem hversdagurinn er gerður að ævintýri. Með gamansemi og næmni fyrir mannlegum tilfinningum er varpað ljósi á flókin fjölskyldubönd, vandræðalegar uppákomur og ríkulega sköpunarhæfni barna. Vandaðar myndlýsingar styðja vel við frásögnina og saman mynda þau listræna heild sem höfðar til lesenda á öllum aldri.

1. desember 2022 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Ástin á Laxá er komin út

Ástin á Laxá er komin út

Ástin á Laxá - Hermóður í Árnesi og átökin miklu eftir Hildi Hermóðsdóttur er komin út. Bókin segir söguna af því þegar Þingeyingar tóku til sinna ráða til verndar náttúrunni og sprengdu stíflu í Laxá með dýnamíti í eigu virkjunarinnar. Einnig er sögð saga Hermóðs í Árnesi og hans þætti í baráttunni miklu fyrir verndun Laxár og Mývatns. Bókin fangar ástina á náttúrunni og bregður upp myndum af fólkinu sem verndaði hana með samheldni og eldmóð að vopni en hún er eftir Hildi Hermóðsdóttur. 
1. desember 2022 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Bókakvöld - Auður Ava og Bergþóra Snæbjörns

Bókakvöld - Auður Ava og Bergþóra Snæbjörns

Auður Ava Ólafsdóttir og Bergþóra Snæbjörnsdóttir heiðra okkur með nærveru sinni á bókakvöldi í bókabúð Sölku miðvikudaginn 30. nóvember kl. 20. Það er óhætt að segja að í uppsiglingu sé auðgandi aðventukvöld!
29. nóvember 2022 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Bókakvöld með Guðrúnu Evu Mínervudóttur

Bókakvöld með Guðrúnu Evu Mínervudóttur

Það er komið að bókakvöldi Sölku og gestur okkar að þessu sinni er Guðrún Eva Mínervudóttir.
Guðrún Eva gaf nýverið út bókina Útsýni sem hefur fengið frábæra dóma og viðtökur. Áður hefur hún hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin auk þess að hafa margsinnis verið tilnefnd til þeirra og einnig til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Fjöruverðlaunanna, sem hún hefur einnig hlotið.
Bókakvöldið er miðvikudaginn 23. nóvember kl. 20 í bókabúð Sölku
21. nóvember 2022 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Bókakvöld með Elísabetu Jökulsdóttur

Bókakvöld með Elísabetu Jökulsdóttur

Það er komið að bókakvöldi Sölku og á Degi íslenskrar tungu að þessu sinni!
Elísabet Jökulsdóttir er gestur okkar og því má ábyrgjast að kvöldið verði eins og best verður á kosið. Elísabet gaf nýverið út bókina Saknaðarilmur sem hefur fengið frábæra dóma og viðtökur en hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir síðustu bók sína, Aprílsólarkulda, auk þess sem hún hlaut Fjöruverðlaunin og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Bókakvöldið er miðvikudaginn 16. nóvember kl. 20 í bókabúð Sölku, Hverfisgötu 89-93. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis.
14. nóvember 2022 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
11.11.22 - afsláttur í vefverslun í dag!

11.11.22 - afsláttur í vefverslun í dag!

Í dag, 11. nóvember, er 20% afsláttur af ÖLLU í vefverslun Sölku! Gríptu gæsina og gerðu góð kaup á frábærum bókum. Afsláttarkóðinn er: 11.11

BARNABÆKUR - SKÁLDSÖGUR - ÆVISÖGUR - ERLENDAR BÆKUR - MATREIÐSLUBÆKUR - LJÓÐABÆKUR - OG ALLAR HINAR!

11. nóvember 2022 eftir Anna Lea Friðriksdóttir