Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Teiknaði eina mynd á dag í heilt ár

Teiknaði eina mynd á dag í heilt ár

Árið 2015 ákvað hönnuðurinn Elsa Nielsen að teikna eina mynd á dag í heilt ár. Afraksturinn sló í gegn og hefur ratað á vinsæl dagatöl, plaköt og gjafakort. Nýjasta afurðin í línunni er sængurverasett þar sem finna má allar 365 myndirnar.  

Myndir Elsu eru fjölbreyttar, litríkar og lífga upp á heimilið. Á myndunum má sjá allt frá Svarthöfða til pulsu með öllu.

Sængurverin eru framleidd í takmörkuðu magni og fást í vefverslun Sölku og hjá Hlín Reykdal. Sængurverin eru úr 100% bómull og eru fallegar gjafir hvort sem er til fermingarbarna, útskriftarnema eða brúðhjóna. 

10. apríl 2019 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Tvær tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur

Tvær tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur

Við erum afskaplega stoltar að tilkynna að tvær barnabækur Sölku eru tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur í flokki bestu myndlýstu bóka ársins 2018. Þær eru Snuðra og Tuðra eiga afmæli eftir Iðunni Steinsdóttur og Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur og Milli svefns og Vöku eftir Önnu Margréti Björnsson og Laufeyju Jónsdóttur. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars: 
27. mars 2019 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Allt að 90% afsláttur á Bókamarkaði

Allt að 90% afsláttur á Bókamarkaði

Hátt í 300 titlar frá Sölku verða á hinum árlega bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefanda og er allt að 90% afsláttur af bókum og mikið úrval titla á aðeins 99 kr.  Bókamarkaðsverð verða á heimasíðu Sölku meðan á markaðinum stendur en hann opnar föstudaginn 22. febrúar og verður opinn daglega frá 10-21 til 10. mars.
Fjórar stjörnur fyrir Lukku!

Fjórar stjörnur fyrir Lukku!

Nýverið birtist gagnrýni um þríleikinn um Lukku og hugmyndavélina hjá Lestrarklefanum. Bækurnar fá þar fjórar stjörnur! Í dóminum segir meðal annars:

'Bækurnar um Lukku og hugmyndavélina eru skemmtilegar bækur fyrir krakka sem vilja lesa bækur hratt, en samt hafa mikla spennu. Sögurnar heilluðu lestrarfélaga minn á tíunda ári, sem fannst geggjað að lesa um forna uppfinningu og krakka sem virkilega sigrast á öllu.' 

 

Hér er hægt að lesa umfjöllunina í heild sinni. 

5. febrúar 2019 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Plakat fylgir öllum bókum um Snuðru og Tuðru

Plakat fylgir öllum bókum um Snuðru og Tuðru

Öllum bókum um Snuðru og Tuðru fylgir nú fallegt veggspjald. Myndhöfundur er Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og myndin sjálf er úr nýjustu bókinni um systurnar uppátækjasömu, Snuðra og Tuðra eiga afmæli. 

Um leið og bók og plakat eru valin saman í vefversluninni bætist afslátturinn sjálfkrafa við!

 

Hér má sjá bækurnar um hinar sívinsælu Snuðru og Tuðru

Hér má sjá plakatið

 

5. febrúar 2019 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Nýtt hlaðvarp um bjór og bjórbruggun

Nýtt hlaðvarp um bjór og bjórbruggun

Besti bjórinn sem þú drekkur er sá sem þú bruggar sjálf/ur. Viðaðu að þér örfáum hráefnum og einföldum brugggræjum, gefðu þér smá tíma og njóttu þess síðan að drekka helhumlaðan IPA eða dásamlega dökkan porter. Ekki er verra að geta sótt í viskubrunn bestu kraftbruggara dagsins í dag, sem byrjuðu að brugga með hugsjón og löngun í betri bjór að vopni.

Í Sölkuvarpinu fjallar Helga Arnardóttir um bjór og ræðir við Ástu Ósk Hlöðversdóttur, bruggmeistara Ölvisholts um galdurinn á bakvið góðan bjór og vel heppnaða bruggun.

Umsjón og handrit: Helga Arnardóttir

Nánar um bókina Kraftbjór

31. janúar 2019 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Sólveig Pálsdóttir bæjarlistamaður Seltjarnarness

Sólveig Pálsdóttir bæjarlistamaður Seltjarnarness

Sólveig Pálsdóttir rithöfundur var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness 2019 við hátíðlega athöfn á bókasafni Seltjarnarness föstudaginn 18. Janúar. Þetta er í 23ja sinn sem bæjarlistamaður Seltjarnarness er útnefndur en í fyrsta sinn sem að rithöfundur hlýtur þennan heiður.
20. janúar 2019 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Nýtt hlaðvarp um sous vide

Nýtt hlaðvarp um sous vide

Stóra bókin um sous vide hefur slegið í gegn sem og eldunaraðferðin sjálf. Í Sölkuvarpinu fjallar Helga Arnardóttir um eldunaraðferðina og hversu auðvelt það er í raun og veru að elda með sous vide. Einnig fá hlustendur góðar hugmyndir að því hvaða réttir klikka aldrei með sous vide.

Viðmælendur Helgu eru Viktor Örn Andrésson, einn fremsti matreiðslumaður landsins og brons verðlaunahafi í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d'Or og Elísabet Árnadóttir, áhugamanneskja um sous vide en hún er komin á sitt annað sous vide tæki og er búin að fullkomna cremé brulée.

Umsjón og handrit: Helga Arnardóttir

Lesið nánar hér um Stóru bókina um sous vide.

Skemmtileg bók um heiminn og hnöttur fylgir með

Skemmtileg bók um heiminn og hnöttur fylgir með

Nýjasta bókin frá Sölku er Settu saman allan heiminn. Hér er á ferðinni einstakur leiðarvísir að öllum heiminum. Settu saman hnöttinn á auðveldan máta og lærðu allt um plánetuna okkar með handbók landkönnuðarins. Snúðu hnettinum, leitaðu að táknunum, finndu svörin við spurningunum og uppgötvaðu heilan heim af fróðleik!

Hnötturinn er 46 cm á hæð og bókin svarar ótal spurningum á borð við: Hvar getur þú ferðast í tuk-tuk? Af hverju er starf snákamjólkara mikilvægt? Hvaða risaborg er næstum 700 ára gömul?

Lesa meira um Settu saman allan heiminn. 

Nýtt hlaðvarp um súrdeigsbakstur

Nýtt hlaðvarp um súrdeigsbakstur

Helga Arnardóttir ræðir hér við ástríðusúrdeigsbakarana Ragnheiði Maísól og Ágúst Fannar Einþórsson, betur þekktan sem Gústa í Brauð & co. Hvort sem þú ert að hugsa um að stíga þín fyrstu skref sem súrdeigsbakari eða hefur gert ótal tilraunir að hinu fullkomna súrdeigsbrauði þarftu að hlusta á þennan þátt!