Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Blesa valhoppar inn í heiminn

Blesa valhoppar inn í heiminn

Blesa og leitin að grænna grasi eftir Láru Garðarsdóttur er komin út á íslensku og ensku!

Blesa er íslenskur hestur í venjulegum íslenskum haga sem vorkennir sjálfri sér agalega mikið. Hún er komin með upp í kok af að éta sama gula heyið alla daga og henni leiðist ógurlega mikið.

2. september 2019 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Útgáfuhóf - Vökukonan í Hólavallagarði

Útgáfuhóf - Vökukonan í Hólavallagarði

Verið velkomin að fagna útgáfu bókarinnar Vökukonan í Hólavallagarði eftir Guðrúnu Rannveigu Stefánsdóttur og Sólveigu Ólafsdóttur á Vinnustofu Kjarvals á kvenréttindadaginn 19. júní kl. 17. Boðið verður upp á léttar veitingar og bókin fæst í sérstakri forsölu. Allir eru velkomnir.
19. júní 2019 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Kormákur dýravinur á Kattakaffihúsinu

Kormákur dýravinur á Kattakaffihúsinu

Við ætlum að fagna Kormáki dýravini með huggulegri stund á Kattakaffihúsinu í Bergstaðastræti á sunnudaginn, 19. maí, kl. 13 þar sem við lesum, teiknum og leikum saman. Allir eru velkomnir og við hvetjum krakka til að taka uppáhaldstuskudýrið sitt með sér.
17. maí 2019 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Nýr eftirtektarverður höfundur á íslenskum spennusagnavettvangi

Nýr eftirtektarverður höfundur á íslenskum spennusagnavettvangi

Röskun er ný íslensk spennusaga var að koma út hjá Sölku. Röskun segir frá Heru sem er full tilhlökkunar að flytja í kjallaraíbúðina sem hún var að kaupa í Þingholtunum. Skömmu eftir flutningana finnur hún fyrir óþægilegri nærveru í íbúðinni og upplifir undarlega atburði. Á hún að treysta sjálfri sér eða er þetta allt saman hugarburður? Saga Stellu sem bjó áður í íbúðinni vekur forvitni Heru og hún leitar svara í henni. Smám saman rennur upp fyrir Heru að heima er ef til vill ekki alltaf best.
9. maí 2019 eftir Dögg Hjaltalín
Þriðja bókin um Kormák lítur dagsins ljós

Þriðja bókin um Kormák lítur dagsins ljós

Bækurnar um Kormák eftir Jónu Valborgu Árnadóttur og Elsu Nielsen eru nú orðnar þrjár talsins og nýjasta bókin í þessum bókaflokki fyrir yngstu lesendurna, Kormákur dýravinur, er komin út. Kormáksbækurnar spegla veruleika íslenskra leikskólabarna og Kormákur glímir við hinu ýmsu viðfangsefni, allt frá því að skilja hvers vegna má ekki vera í krummafót að því að finna leið til að eignast gæludýr þótt heimilismeðlimir kunni að vera með ofnæmi.
2. maí 2019 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Teiknaði eina mynd á dag í heilt ár

Teiknaði eina mynd á dag í heilt ár

Árið 2015 ákvað hönnuðurinn Elsa Nielsen að teikna eina mynd á dag í heilt ár. Afraksturinn sló í gegn og hefur ratað á vinsæl dagatöl, plaköt og gjafakort. Nýjasta afurðin í línunni er sængurverasett þar sem finna má allar 365 myndirnar.  

Myndir Elsu eru fjölbreyttar, litríkar og lífga upp á heimilið. Á myndunum má sjá allt frá Svarthöfða til pulsu með öllu.

Sængurverin eru framleidd í takmörkuðu magni og fást í vefverslun Sölku og hjá Hlín Reykdal. Sængurverin eru úr 100% bómull og eru fallegar gjafir hvort sem er til fermingarbarna, útskriftarnema eða brúðhjóna. 

10. apríl 2019 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Tvær tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur

Tvær tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur

Við erum afskaplega stoltar að tilkynna að tvær barnabækur Sölku eru tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur í flokki bestu myndlýstu bóka ársins 2018. Þær eru Snuðra og Tuðra eiga afmæli eftir Iðunni Steinsdóttur og Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur og Milli svefns og Vöku eftir Önnu Margréti Björnsson og Laufeyju Jónsdóttur. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars: 
27. mars 2019 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Allt að 90% afsláttur á Bókamarkaði

Allt að 90% afsláttur á Bókamarkaði

Hátt í 300 titlar frá Sölku verða á hinum árlega bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefanda og er allt að 90% afsláttur af bókum og mikið úrval titla á aðeins 99 kr.  Bókamarkaðsverð verða á heimasíðu Sölku meðan á markaðinum stendur en hann opnar föstudaginn 22. febrúar og verður opinn daglega frá 10-21 til 10. mars.
Fjórar stjörnur fyrir Lukku!

Fjórar stjörnur fyrir Lukku!

Nýverið birtist gagnrýni um þríleikinn um Lukku og hugmyndavélina hjá Lestrarklefanum. Bækurnar fá þar fjórar stjörnur! Í dóminum segir meðal annars:

'Bækurnar um Lukku og hugmyndavélina eru skemmtilegar bækur fyrir krakka sem vilja lesa bækur hratt, en samt hafa mikla spennu. Sögurnar heilluðu lestrarfélaga minn á tíunda ári, sem fannst geggjað að lesa um forna uppfinningu og krakka sem virkilega sigrast á öllu.' 

 

Hér er hægt að lesa umfjöllunina í heild sinni. 

5. febrúar 2019 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Plakat fylgir öllum bókum um Snuðru og Tuðru

Plakat fylgir öllum bókum um Snuðru og Tuðru

Öllum bókum um Snuðru og Tuðru fylgir nú fallegt veggspjald. Myndhöfundur er Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og myndin sjálf er úr nýjustu bókinni um systurnar uppátækjasömu, Snuðra og Tuðra eiga afmæli. 

Um leið og bók og plakat eru valin saman í vefversluninni bætist afslátturinn sjálfkrafa við!

 

Hér má sjá bækurnar um hinar sívinsælu Snuðru og Tuðru

Hér má sjá plakatið

 

5. febrúar 2019 eftir Anna Lea Friðriksdóttir