Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bókabarsvar með Kamillu Einarsdóttur og Ragnari Jónassyni

Bókabarsvar með Kamillu Einarsdóttur og Ragnari Jónassyni

Það er komið að bókabarsvari í bókabúð Sölku miðvikudaginn 15. október kl. 20! Höfundar spurninga og spyrlar eru Kamilla Einarsdóttir og Ragnar Jónasson og allar spurningarnar tengjast bókum á einhvern hátt en eins og við vitum býr allur heimurinn í bókum og spurningar gætu farið um víðan völl. Við ábyrgjumst góða skemmtun og hörkutilboð á barnum!
Tveir og tveir saman í liði, bjórspurningin á sínum stað og vinningar fyrir sigurliðið. Öll velkomin!
13. október 2025 eftir Dögg Hjaltalín
Fögnum útgáfu Sjáanda!

Fögnum útgáfu Sjáanda!

Verið hjartanlega velkomin að fagna útgáfu bókarinnar Sjáandi eftir Ester Hilmarsdóttur með okkur í bókabúð Sölku föstudaginn 17. október kl. 17! Boðið verður upp á léttar veitingar og bókin verður að sjálfsögðu á útgáfutilboði. Við hlökkum til að sjá ykkur!

13. október 2025 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Heimsins besti dagur í helvíti kemur út á föstudaginn!

Heimsins besti dagur í helvíti kemur út á föstudaginn!

Verið hjartanlega velkomin að fagna útgáfu bókarinnar Heimsins besti dagur í helvíti eftir Lilju Ósk Snorradóttur í bókabúð Sölku föstudaginn 3. október kl. 17. Boðið verður upp á léttar veitingar og bókin verður að sjálfsögðu á útgáfutilboði. Við hlökkum til að sjá ykkur!

29. september 2025 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Salka fagnar 25 ára afmæli!

Salka fagnar 25 ára afmæli!

Það dregur til tíðinda á Hverfisgötu en bókaútgáfan Salka fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir! Við erum þakklátar öllum okkar góðu lesendum, frábæru höfundum og öðru samstarfsfólki sem hefur átt þátt í að gera ferðalagið jafn einstaklega skemmtilegt og raun ber vitni. 

Áfram lestur og góðar bækur! Við hlökkum til að taka á móti ykkur í bókabúð Sölku.

29. september 2025 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Fögnum Brandarabílnum!

Fögnum Brandarabílnum!

Verið hjartanlega velkomin að fagna útgáfu fyrstu bókar Sváfnis Sigurðarsonar, Brandarabíllinn, í bókabúð Sölku! Fögnuðurinn fer fram laugardaginn 27. september kl. 14 og öll eru velkomin. Boðið verður upp á léttar veitingar og bókin verður að sjálfsögðu á útgáfutilboði. Við hlökkum til að sjá ykkur!

23. september 2025 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Bókabarsvar!

Bókabarsvar!

Það er komið að fyrsta bókabarsvari haustsins!
Verið hjartanlega velkomin á bókapöbbkviss í bókabúð Sölku miðvikudaginn 17. september kl. 18! Höfundur spurninga og spyrill er rithöfundurinn (og vaskur starfsmaður bókabúðarinnar) Elísabet Thoroddsen. Þemað, nú sem endranær, hverfist í kringum bækur. Óhætt að segja að eftirvæntingin sé mikil! Tveir og tveir saman í liði, svakaleg tilboð á bókabarnum og bjórspurningin á sínum stað.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
16. september 2025 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Hannyrðir, happy og húslestur

Hannyrðir, happy og húslestur

Það er tekið að hausta og huggulegheitin færast yfir í bókabúð Sölku. Taktu með þér það sem þú ert með á prjónunum eða heklnálinni, nældu þér í drykk á happy hour-verði, njóttu þess að láta höfunda lesa upp fyrir þig úr bókum sínum og hittu aðra til að ræða bækur og hannyrðir.
Fyrsti höfundurinn sem stígur á stokk er hin dásamlega Sólveig Pálsdóttir en hún mun bæði lesa úr Klettaborginni og úr óútkominni spennusögu sinni!
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest og eiga notalega stund með ykkur. Hér má melda sig á viðburðinn en aðgangur er ókeypis.

 

4. september 2025 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Útgáfufögnuður fyrir Eftirför!

Útgáfufögnuður fyrir Eftirför!

Verið hjartanlega velkomin að fagna útgáfu bókarinnar Eftirför eftir Önnu Rún Frímannsdóttur með okkur í bókabúð Sölku fimmtudaginn 3. júlí kl. 17. Boðið verður upp á léttar veitingar, bókin að sjálfsögðu á útgáfutilboði og höfundur áritar!

 

2. júlí 2025 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Fögnum útgáfu Margrétar Láru - Ástríða fyrir leiknum

Fögnum útgáfu Margrétar Láru - Ástríða fyrir leiknum

Verið hjartanlega velkomin að fagna útgáfu bókarinnar Margrét Lára - Ástríða fyrir leiknum eftir Bjarna Helgason og Margréti Láru Viðarsdóttur í bókabúð Sölku fimmtudaginn 19. júní kl. 17. Boðið verður upp á léttar veitingar, bókin á útgáfutilboði og höfundar árita. Við hlökkum til að sjá ykkur!

17. júní 2025 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Gangandi útgáfufögnuður

Gangandi útgáfufögnuður

Verið hjartanlega velkomin með okkur í göngu í tilefni af útgáfu bókarinnar Gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu eftir Jónas Guðmundsson. Genginn verður Bessastaðahringur sem er 6,5 km að lengd og áætlaður göngutími er um tvær klukkustundir. Bókin verður að sjálfsögðu til sölu á góðu tilboðsverði og boðið verður upp á léttar veitingar. 
Gangan hefst kl. 18 og lagt er af stað frá bílastæði við Kasthúsatjörn á Álftanesi og göngunni lýkur einnig þar. Hvetjum fólk að sameinast í bíla og hlökkum til að sjá sem allra flest!
9. júní 2025 eftir Anna Lea Friðriksdóttir